Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
18.7.2008 | 11:45
Alcoa kemur engum á óvart
Að Alcoa tilkynni núna að verið sé að athuga hvort álverið verði ekki 346þ tonn í stað 250þ tonna ætti engum að koma á óvart nema sauðsvörtum einfeldningum í lopapeysum. Þessi tilkynning er fyrir löngu tilbúin í undirbúningshóp álversins og tilkynning nr. tvö í röð fjögurra tilkynninga. Fyrsta tilkynning er 250þ tonn. Það halda menn að sé bara eitt lítið sætt álver sem allir geta sætt sig við. 346þ tonn er svona smáviðbót sem þarf bara smámeira af raforku í viðbót... ekkert svakamikið.. en viti menn.. þriðja tilkynningin bíður í skúffunni og hún hljóðar uppá 520-580þ tonn. Sú tilkynning verður fengin að láni hjá Veigu Tinto sem sagði um árið að ný álver væru ekki hagkvæm nema þau framleiddu að minnsta kosti 500þ tonn á ári. Fjórða og sennilega seinasta tilkynning kemur eftir 5-7 ár en hún hljóðar uppá 1200þ tonna ársframleiðslu. Sú stækkun mun verða rökstudd með því að ef ekki verður stækkað verði álverið lagt niður og leggjast við það niður einu 350 láglaunastörfin í sveitinni því allir aðrir verða farnir að vinna meira með huganum við arðbærari störf. Þá verður sveitarstjórnum stillt upp við vegg og hótað með því að 500 fjölskyldur missi viðurværi sitt, fólksflótti verði af svæðinu, skólar munu loka, læknisþjónusta leggjast af og alger örbirgð bíða þúsunda manna..nema þá bara ef Alcoa fær sín 1200þ tonn. Til þess að geta stækkað þarf bara oggulitla virkjun í Jökulsá á Fjöllum sem mun ekki þurfa að fara í umhverfismat vegna flýtimeðferðar hjá nýrri Sif sem tekin verður við ráðuneyti umhverfismála sem mun vilja láta taka eftir sér í karlaklúbbnum eins og forveri sinn í starfi og afgreiðir málið með hraði.
Mín skoðun er sú að við skulum virkja ísland í sátt við þjóðina, við skulum stuðla að fjölbreyttu atvinnulífi í stað þess að leggja öll egg í sömu körfu með samningum til 60 ára og við skulum hugsa ,,strategískt án fordóma" til framtíðar en ekki láta stjórnast af efnahagslægð sem gengur yfir núna í 3 ár.
Skoða stærra álver á Bakka en áður var áformað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.5.2008 | 21:37
Mentor - persónuleg gögn
Í dag gerði ég athugasemd við það að starfsmenn Lækjarskóla í Hafnarfirði nota gögn úr Mentor til að senda allskyns tilkynningar frá hinum ýmsu aðilum til foreldra. Til dæmis var bæjarstjóri Lúðvík með hverfisfund í vikunni, sem er að mínum áliti ekkert annað en pólitískur fundur, en þá brá svo við að starfsmaður Lækjarskóla sendir tölvupóst til allra foreldra í hverfinu til að smala á fund með Lúðvík. Þessu mótmælti ég og óskaði eftir að gögn um mig sem foreldri ættu ekki að vera notuð til að senda út tilkynningar eða auglýsingar um það sem er að gerast í bænum. Í dag bættist svo lögreglan við og misnotaði með sama hætti gögn úr Mentor til að senda kveðju og skilaboð frá lögreglunni.
Þar sem ég kannast ekki við að hafa gefið leyfi til þess að gögn um mig og fjölskylduna sem vistaðar eru í gagnagrunni skólans séu notuð í auglýsinga eða tilkynningarskyni fyrir hverja sem er gerði ég athugasemd við þetta og sendi skólanum. Einnig gerði ég fyrirspurn til Mentor og óskaði eftir að sjá þær reglur sem gilda um meðferð trúnaðarupplýsinga í gagnagrunni skólanna. Þar sem skólinn hefur ekki svarað erindi mínu kvartaði ég til Perónsuverndar vegna málsins. Niðurstaða vegna þessa mun ég birta hér á vefnum.
24.1.2008 | 15:40
Virkt lýðræði, nú sem fyrr
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)