Alcoa kemur engum á óvart

Að Alcoa tilkynni núna að verið sé að athuga hvort álverið verði ekki 346þ tonn í stað 250þ tonna ætti engum að koma á óvart nema sauðsvörtum einfeldningum í lopapeysum. Þessi tilkynning er fyrir löngu tilbúin í undirbúningshóp álversins og tilkynning nr. tvö í röð fjögurra tilkynninga. Fyrsta tilkynning er 250þ tonn. Það halda menn að sé bara eitt lítið sætt álver sem allir geta sætt sig við. 346þ tonn er svona smáviðbót sem þarf bara smámeira af raforku í viðbót... ekkert svakamikið.. en viti menn.. þriðja tilkynningin bíður í skúffunni og hún hljóðar uppá 520-580þ tonn. Sú tilkynning verður fengin að láni hjá Veigu Tinto sem sagði um árið að ný álver væru ekki hagkvæm nema þau framleiddu að minnsta kosti 500þ tonn á ári. Fjórða og sennilega seinasta tilkynning kemur eftir 5-7 ár en hún hljóðar uppá 1200þ tonna ársframleiðslu. Sú stækkun mun verða rökstudd með því að ef ekki verður stækkað verði álverið lagt niður og leggjast við það niður einu 350 láglaunastörfin í sveitinni því allir aðrir verða farnir að vinna meira með huganum við arðbærari störf. Þá verður sveitarstjórnum stillt upp við vegg og hótað með því að 500 fjölskyldur missi viðurværi sitt, fólksflótti verði af svæðinu, skólar munu loka, læknisþjónusta leggjast af og alger örbirgð bíða þúsunda manna..nema þá bara ef Alcoa fær sín 1200þ tonn. Til þess að geta stækkað þarf bara oggulitla virkjun í Jökulsá á Fjöllum sem mun ekki þurfa að fara í umhverfismat vegna flýtimeðferðar hjá nýrri Sif sem tekin verður við ráðuneyti umhverfismála sem mun vilja láta taka eftir sér í karlaklúbbnum eins og forveri sinn í starfi og afgreiðir málið með hraði.

Mín skoðun er sú að við skulum virkja ísland í sátt við þjóðina, við skulum stuðla að fjölbreyttu atvinnulífi í stað þess að leggja öll egg í sömu körfu með samningum til 60 ára og við skulum hugsa ,,strategískt án fordóma" til framtíðar en ekki láta stjórnast af efnahagslægð sem gengur yfir núna í 3 ár.

 


mbl.is Skoða stærra álver á Bakka en áður var áformað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

tetta er svo alveg rett!!! mer finnst tetta svo afkaranlega pinlegt ad lesa um tetta og vita hvernig tetta endar! svo sorglegt ad Island se ad selja sig svo odyrt! ekki ad island aetti ad vera til solu eda vera selja sig en tetta er bara svo gratlega aumingjalegt af okkur!!

nina (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 12:36

2 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Það er alveg óhætt að virkja meira svo hægt sé að rafgreina meira ál eða "bræða" eins og þeir segja gjarnan sem eru haldnir fordómum gagnvart áliðnaði hér á landi.

Það eru ekki aðrir sem geta keypt það magn af raforku sem verður til við alvöru virkjanir.

Ál verður eftirsótt næstu áratugi a.m.k. og verksmiðjur sem mala gull daga og nætur allan ársins hring í 3 til 4ra áratugi geta ekki verið annað en góð búbót. 

35-40% af veltu verða eftir í okkar umhverfi og nýtast m.a. til að borga niður virkjanir á 12-15 árum eins og horfir t.d. með Kárahnjúkavirkjun. Eftir það mala þær gull okkur öllum til góða.

Laun í álverum hafa verið leiðandi á vinnumarkaði og í álverunum ríkir algert kynjajafnrétti.  Konur fá sömu laun og karlar og eiga greiða leið í stjórnunarstöður.

Það er mikil vinna framundan við að leiðrétta allar þær rangfærslur og hreinlega vitleysur til að hjálpa fólki til að öðlast sálarró og skilja að virkjanir og álver á Íslandi er það besta sem við höfum til að leggja eitthvað af mörkum til að draga úr mengun á hótel jörð sem við öll byggjum.

 Það verða margir hissa þegar þeir átta sig á að öll umsvif Landsvirkjunar með öllum uppistöðulónum og veituskurðum raska aðeins 0,25% landsins og eru Kárahnjúkar meðtaldir.

Tryggvi L. Skjaldarson, 18.7.2008 kl. 13:32

3 identicon

Hver er þessi Veiga Tinto? Eru raforkusamningarnir ekki til 20 ára, eru samningarnir til 60 ára ? Hvenær kemur þriðja tilkynningin, Hve há eru meðallaun í áliðnaði.

Jón Sveinsson

Jón Sveinsson (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband