Mentor - persónuleg gögn

Í dag gerði ég athugasemd við það að starfsmenn Lækjarskóla í Hafnarfirði nota gögn úr Mentor til að senda allskyns tilkynningar frá hinum ýmsu aðilum til foreldra. Til dæmis var bæjarstjóri Lúðvík með hverfisfund í vikunni, sem er að mínum áliti ekkert annað en pólitískur fundur, en þá brá svo við að starfsmaður Lækjarskóla sendir tölvupóst til allra foreldra í hverfinu til að smala á fund með Lúðvík. Þessu mótmælti ég og óskaði eftir að gögn um mig sem foreldri ættu ekki að vera notuð til að senda út tilkynningar eða auglýsingar um það sem er að gerast í bænum. Í dag bættist svo lögreglan við og misnotaði með sama hætti gögn úr Mentor til að senda kveðju og skilaboð frá lögreglunni.

Þar sem ég kannast ekki við að hafa gefið leyfi til þess að gögn um mig og fjölskylduna sem vistaðar eru í gagnagrunni skólans séu notuð í auglýsinga eða tilkynningarskyni fyrir hverja sem er gerði ég athugasemd við þetta og sendi skólanum. Einnig gerði ég fyrirspurn til Mentor og óskaði eftir að sjá þær reglur sem gilda um meðferð trúnaðarupplýsinga í gagnagrunni skólanna. Þar sem skólinn hefur ekki svarað erindi mínu kvartaði ég til Perónsuverndar vegna málsins. Niðurstaða vegna þessa mun ég birta hér á vefnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband