17.10.2008 | 09:10
Bretar og íslenska lofthelgin NEI TAKK
Miðað við framkomu Breta í garð íslendinga undanfarnar vikur er alger firra að láta þá sjá um loftvarnir landsins í desember. Þótt fyrir liggi samningur við Nato um loftvarnir var sá samningur gerður þegar Bretar voru vina og bandalagsþjóð okkar. Það á ekki við lengur. Bretar meðhöndla okkur á sama hátt og alþjóðlega glæpamenn, beita okkur viðurlögum undir sama lagabókstaf og var settur í kjölfar hryðjuverkaárasanna í New York 2001. Það má vel vera og óskandi að þjóðirnar sættist í náinni framtíð en í augnablikinu og á næstu vikum er það móðgun við íslenska þjóð að við greiðum þeim tugi milljóna fyrir loftvarnir á meðan við snæðum jólasteikina. Það væri eingöngu til að ganga endanlega fram af okkur. Jólasteikin mun ekki bragðast vel með Breskar herflugvélar fljúgandi yfir hausamótunum á okkur. Við berum einfaldlega ekki virðingu fyrir Bretum meðan þeir meðhöndla okkur sem hryðjuverkamenn, það er svo einfalt. Það mun engin gera loftáras á Ísland á jólunum, nýtum þessa peninga sem eiga fara í loftvarnir við Breta og látum mæðrastyrksnefnd hafa það fé, þar eru þeir nauðsynlegir.
Ísland í fjárhagslegri herkví Breta? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:26 | Facebook
Athugasemdir
Við ættum einfaldlega að kyrrsetja flugvélarnar þeirra þegar þær lenda á Keflavíkurflugvelli, þar sem vill svo til að við Íslendingar eigum nú gamla herstöð. Sendum svo hermennina heim á Saga Class en hirðum þoturnar upp í bætur fyrir stríðsglæpi Breta gegn okkur og nýtum þær til að verja sjálfstæði lands og þjóðar!
"Let's freeze their asse(t)s!"
Guðmundur Ásgeirsson, 17.10.2008 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.