5.11.2008 | 11:20
Þór Sigfússon nýr forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins ?
Það er afar ánægjulegt og jákvætt að hlýða á Þór Sigfússon brýna menn til góðra verka og benda mönnum á ljósið meðan aðrir sjá skugga.
Hann er án vafa boðberi nýrra tíma í samfélaginu, fulltrúi nýrrar kynslóðar og er sennilega með hæfustu einstaklingum sjálfstæðisflokksins til að koma þjóðfélaginu og einnig sínum gamla flokk úr viðjum hugarfars gamla tímans. Bæði Flokkurinn og þjóðin þarf leiðtoga sem bæði nýtur virðingar, sér möguleikana við þá stöðu sem við erum í og hefur þá þekkingu og reynslu sem Leiðtogi þarf á að halda. Við þurfum nýjan leiðtoga sem hefur ekki þvergirðingshátt heldur opin huga að leiðarljósi og mann sem getur verkstýrt góðu fólki til sjávar og sveita upp úr öldudalnum. Ég er sannfærður um að hann gæfi þjóðinni jafn mikla von um jákvæðar breytingar og Obama gefur heimsbyggðinni með því að taka að sér að stýra nýrri ríkisstjórn.
![]() |
Mikilvægt að hugsa hlutina upp á nýtt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.