Evran út úr skápnum í Valhöll

Það er mikið gleðiefni að eftir að Hafnfirðingurinn Þorgerður Katrín opnaði loksins fyrir umræðu um upptöku Evru og inngöngu í ESB, hafa menn innan Flokksins loksins þorað að fjalla um málið á opinberum vettvangi. Sá síðasti er Árni Helgason framkvæmdastjóri þingflokksins sem þorir loksins að rita áhugaverða grein í Deiglunni um málefnið. http://www.deiglan.com/index.php?itemid=12294
Hingað til hefur umræðunni verið stýrt af formanni Flokksins sem hefur kveðið umræðuna niður með harðri hendi svo mánuðum og árum skiptir. Það var ekki fyrr en Flokkurinn náði að skrapa botninn í skoðanakönnunum og landið orðið gjaldþrota að Þorgerður Katrín stóð fram og sagði skoðun sína. Nú fylgja fleiri í kjölfarið og er það vel. Fyrir ,,kreppu" er ég viss um að skoðanir framkvæmdastjórans hefðu verið brottrekstrarsök.
Því miður hefur það hingað til verið litið afar alvarlegum augum ef einstaka flokksmeðlimir deila skoðun í andstöðu við formanninn. Á það sérstaklega við hér í Hafnarfirði þar sem ,,forystumaður" flokksins hefur ekki viljað ræða um hvort stækka eigi álverið innan flokks heldur hefur hann líkt og formaður Flokksins stýrt umræðunni með skipunum Stjórnandans í stað þess að vera í hlutverki Leiðtogans. Á því er mikill munur. Nýja Ísland er greinilega að  vekja fólk af þyrnirósasvefni á mörgum (skoðana) vígstöðvum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Það er búið að vera ótrúlegt að fylgjast með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í þessu máli. Þjóðin er klofin í afstöðu sinni en þessi stóri þingflokkur talar eins og einn maður í þessu mikla álitamáli. Þetta getur ekki átt að vera svona. Annað hvort er hér um hreina skoðunarkúgun að ræða eða svo ótrúlega einkennileg vill til að eingöngu hafa valist harðir andstæðingar ESB í öll þessi þingsæti.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 5.11.2008 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband