6.11.2008 | 08:58
Beittu innherjar Kaupþings þvingunum við stjórn?
Samkvæmt orðum Gunnar Páls Pálssonar í fjölmiðlum í gær, segist hann hafa neyðst til að fella niður þessar skuldir, m.a vegna þess að ef stjórnendur hefðu selt hluti sína hefði orðið verðfall í bankanum. Þá spyr ég: höfðu æðstu stjórnendur bankans í hótunum við stjórn um að selja ef þeir fengju ekki felldar niður ábyrgðir ?. Ef innherjar og stjórnendur hafa ekki hótað þessu þá var engin ástæða til að fella niður þessar ábyrgðir en ef það er raunin að æðstu stjórnendur bankans hafi hótað stjórn að selja verði þeir ekki við kröfum þeirra er spurning hvort þeir hafi ekki beitt bankann fjárkúgunum til að ná fram vilja sínum ? Ef þetta eru vinnubrögð innherja og æðstu stjórnenda bankans er orðið siðferði búið að tapa verðgildi sínu, allavega hjá stjórnendum Kaupþings.
Ef það er einnig staðreynd að Gunnar Páll hafi einnig átt hlutabréf í bankanum fyrir verulegar upphæðir er líklegt að hann hafi fyrst og fremst verið að vernda sína persónulegu hagi, þvs gengi og verðmæti sinna hlutabréfa en ekki hag hluthafa eða annarra viðskiptavina bankans.
Nýtur trausts stjórnar VR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:34 | Facebook
Athugasemdir
Hver var annars hugsunin á bak við þessa kaupréttarsamninga? Var ekki fyrirséð að þeir sem keyptu hlutabréf myndu vilja selja þau?
Karma (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.