17.11.2008 | 15:29
Guðni leiðir vonandi lestina
Kæri Guðni, þú ert maður að meiri að stíga til hliðar. Þetta heitir að finna sinn vitjunatíma. Það eru mjög margir kollegar þínir inná þingi, jafnt þingmenn sem ráðherrar sem ættu að fylgja þér eftir í halarófu út úr þingsal til þess að hleypa að ferskri, áreiðanlegri og kraftmikilli kynslóð sem er tilbúin til að byggja upp nýtt Ísland með nýju gildismati. Tími er komin til að þeir sem bera ábyrgð á hruni Íslands taki pokann sinn þannig að við hin getum byggt upp land fyrir börnin okkar. Gangi þér vel í þeim störfum sem þú tekur þér fyrir hendur. Reynsla þín mun örugglega koma að góðum notum.
Guðni segir af sér þingmennsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:32 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.