28.11.2008 | 10:52
Góður árangur
Einn daginn kemur ellefu ára drengur heim úr skólanum nokkuð afslappaður og rólegur en samt var einhver spenna og dulúð yfir honum. Faðir hans tekur eftir þessu og spyr hvernig dagurinn hafi verið, jú jú. hann var ágætur segir sá stutti, allt í góðu?, jájá endurtekur hann. Faðir hans man eftir að hann hafi verið í erfiðu prófi nokkrum dögum áður og spyr hann hvernig hafi gengið í prófinu, jújú segir sá stutti, ég fékk 10.. jáhá segir faðir hans stoltur.. það er gott að heyra og var upp með sér af ánægju því hann vissi að prófið hafði verið erfitt raungreinapróf.. hann spyr því af forvitni til að vera viss um að þetta hafi nú ekki verið gefins einkunn hvernig öðrum í bekknum hafi gengið, hve margir aðrir hafi fengið 10 ?.. tja..jú einn annar.. hann er náttúrulega bara nörd og veit allt, rosalega klár.. en aðrir fengu eitthvað minna. Sá stutti var ekki að gera sig breiðan yfir sinni einkunn heldur dáðist að þeim sem fékk 10, velti sér ekki uppúr því að hann hafði sjálfur gert jafn vel og sá besti í bekknum. Eftir á að hyggja velti faðir hans fyrir sér hvort sá stutti hefði ekki mátt vera ánægðari með eigin ágæti, hvort eðlilegt væri að sá stutti gerði lítið úr eigin árangri en meira úr árangri annarra. Kannski var þetta bara þroskað viðhorf hjá þeim stutta. Faðir hans var allavega miklu ánægðari með árangurinn en sá sem vann fyrir sigrinum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.