Að fljóta frítt með í strætó með stolnar piparkökur

Í Osló er herferð í gangi þar sem það fólk sem ,,sníkir" sér far í lestarnar og strætó taki nú upp betri hegðun og kaupi sér miða. Stúdentar og gamalmenni greiða eitt lágt gjald á meðan þeir sem eru á besta aldri í fullri vinnu borga sinn taxta. Sýndar eru afbakaðar myndir af þeim sem eru að snýkja sér far því þeir líta oftast mjög flóttalega út, líti stöðugt til hægri og vinstri, einstaka svitaperla rennur niður andlitið því verðirnir sem kanna hvort allir hafi greitt í lestina geta nefnilega ,,dukkað" upp hvenær sem er og spurt... ertu með miða? Refsingin er niðurlæging á staðnum og sekt sem er miklu hærri en gjaldið í strætó. 

Það er nefnilega þannig með okkur mannfólkið að í okkur flestum leynist samviska sem segir okkur að bannað sé að stela og flest okkar reyna að fara eftir gildandi reglum. Við borgum skattana okkar og tökum þátt í sameiginlegum kostnaði samfélagsins.

Þorbjörn Egnar kenndi okkur álíka dæmisögu þegar hann sagði okkur að stolnar piparkökur bragðist ekki vel. Bara þær piparkökur sem eru heiðarlega fengnar, bragðast vel.

Nútíma sauðaþjófar
Í þessu samhengi hugsa ég til þeirra tuga eða jafnvel hundruða Íslendinga sem hafa stofnað leynifélög í skattaparadísum á borð við Tortola og á bresku jómfrúareyjunum í þeim eina tilgangi að þurfa ekki að borga skatta hér á landi. Þessir aðilar eru að mínu áliti að svindla undan skatti til þess eins að þurfa ekki að taka þátt í samneyslunni. Þessir aðilar eru að mínu áliti svikarar við samfélagið á sama hátt og sauðaþjófar til forna.

Þessi aðilar eru vonandi jafn flóttalegir á svipinn og þeir sem eru að svindla sér í norsku lestarnar því þeir vita að ,,vörðurinn" er á leiðinni og mun spyrja þá, ætlar þú ekki að borga skattana þína?

Þessir aðilar fá nefnilega sömu þjónustu og við hin sem byggjum þetta samfélag. Börnin þeirra ganga í sömu skóla og börnin okkar og ef þeir verða veikir þá fá þeir sama hagkvæma aðganginn að heilsugæslu og umönnun inná næsta spítala.

Ætli þessir aðilar séu með vont bragð í munninum eins og eftir stolnar piparkökur þegar þeir þiggja þjónustu  hér á landi sem greidd er með peningum almennings á meðan peningarnir þeirra lifa sjálfstæðu lífi í kyrrahafinu.

Þetta fólk þarf ekki að ganga hokið og flóttalegt á svipinn lengur því það getur rölt sér inná næstu skrifstofu skattsins og gert grein fyrir því hvað þau eiga og boðist til að greiða það sanngjarna gjald sem við öll greiðum af tekjum okkar og eignum. Þá og ekki fyrr getur þetta fólk tekið þátt í að byggja upp nýtt Ísland þar sem krafist er heiðarleika, gegnsæi og samvinnu við uppbyggingu landsins. 

Hver ætli verði fyrst (ur) ?

 


mbl.is Félög skráð á Tortola eru 136 talsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband