Davíð Oddsson – Hafðu hljóð !

Um helgina kom ég við í höllinni bláu í laugardal og tók þátt í landsfundi Sjálfstæðismanna. Tók þátt í kjöri á nýjum formanni og varaformanni. Hef ég sótt þessa landsfundi á þriðja áratug og hefur salurinn sjaldan verið jafn þétt setinn. Stemningin var hinsvegar einkennileg í ljósi aðstæðna í efnahagsmálum en ég er viss um að allir sem þarna voru inni höfðu það að leiðarljósi að vinna á núverandi vanda þjóðarinnar og koma þjóðarskútunni á flot að nýju. Hingað til hef ég litið á Landsfundi sem vítamínsprautu fyrir starfið. Þarna hittast skoðanabræður og rifja upp gömul og góð kynni. Þarna er farið í gegnum málefni líðandi stundar og ráð lögð um komandi kosningar, stefnan tekin og menn fara nær ætíð fullir af vilja og þrótti til að vinna þjóð sinni gagn. Þegar ég hinsvegar fer yfir fréttir af Landsfundinum, mælt í fjölda fyrirsagna, fjölda frétta og eðli þeirra hefði mátt stjórna því betur að koma á framfæri jákvæðum fréttum af starfinu í hinum fjölmörgu félögum víðsvegar um landið, fréttum af stefnu flokksins og til hvaða aðgerða Flokkurinn með nýjum formmanni ætlar að taka til bragðs eftir kosningar.Það var í þessu ljósi sem afar óheppilegt var að hleypa fyrrverandi formanni að í ræðupúlti, önugan út í allt og alla til þess eins að hann fengi útrás fyrir sínar persónulegu tilfinningar. Hann er ekki flokkurinn, hann er ekki formaður, hann er ekki í neinni annarri stöðu en hver og einn óbreyttur liðsmaður flokksins. Samt fékk hann að ,,stela“ senunni með neikvæðum fréttum, útúrsnúningi og almennum dónaskap sem mörgum okkar finnst reyndar ferlega fyndin á köflum en átti alls ekki við á þessum stað og á þessum tíma. Þessi ræða hans hefði mátt vera flutt á karlakvöldi í Valhöll eða á árshátíð eldri borgara. Mitt ráð til Davíðs er þetta. Hafðu vit á að þegja og hugsa frekar um hag þíns gamla flokks þessa dagana. Þú mátt vera fyndinn en ekki á kostnað annarra. Þú mátt gefa ráð enda ertu reynslubrunnur. Ekki haga þér eins og fíll í postulínsbúð heldur sæktu til forfeðra þinna kærleik og auðmýkt og þér verður fyrirgefið fyrir aldur og ævi að vera til. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband