10.4.2009 | 10:42
Orðalag fréttatilkynningar MP
Það er áhugavert að skoða notkun íslenskunnar í fréttatilkynningum um hin ýmsu spillingarmál sem fljóta núna um göturnar eins og lækir í góðri vorrigningu.
Dæmin eru mörg, það sem ég hnaut um í yfirlýsingu skákmannsins Margeirs Péturssonar og aðaleiganda MP banka var orðalagið: ,,félögin Tæknisetur Arkea og Exeter Holdings eru MP Banka með öllu óviðkomandi"
Samkvæmt orðanna hljóðan er þetta rétt, þvs engin formleg eignatengsl eru á milli félaganna, en hann hefði kannski átt að geta þess að hann lánaði þessum félögum í miðri bankakreppu þar sem aðaleigandinn Exeter er einkavinur hans, skákfélagi og fyrrum stjórnarmaður í MP banka 1.100.000.000 krónur.
Það eru auðvitað engin formleg opinber tengsl þarna á milli, ekki frekar en á milli vatns í vatnsflösku.
Ósannar staðhæfingar um MP banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.