Að taka þátt í að róa þessum bát

Pælingar dagsins á leið úr skólanum...

Það er að koma haust...siðustu leifar sumarsins eruþó ennþá til staðar... ekki er búið að fjarlægja bátana úr höfninni við Akerbrygge.. það er ennþá nokkuð heitt en búið er að raða upp stólunum upp á útikaffihúsunum og skvaldrið, hlátrasköllin og mannfólkinu hefur fækkað. Þegar ég geng eftir bryggjunni og virði fyrir mér bátana sem liggja hér við bryggju verður mér hugsað til þess að ég er staddur í einu ríkasta landi veraldar.
Hér liggja bátar sem á alla mælikvarða eru þeir vönduðustu sem hægt er að komast yfir á jarðríki. Í stað verksmiðjuhúsa sem hér áður stóðu hér við bryggjuna hefur verið byggt hverfi húsa sem minna allra helst á listaverk. Húsagerðarlist sem er nýtískuleg en jafnframt hefðbundinn.. það er fólk þarna inni sem undirbýr kvöldmat. Það er fiskisúpa í matinn.

Mér verður hugsað til þess hvaða líf býður manns í nánustuframtið. Það er breytt landslag á landinu sem sleit með manni barnskónum. Heimur og væntingar sem voru eru ekkilengur tilstaðar. Gerspillt samfélag til innstu róta.
Menningin sem maður hafði væntingar til og gildismatið sem maður var alin upp við eru í niðurfallinu. Við höfum skip fullt af rottum sem hafa nagað gat á skipskrokkinn og þær eru ennþá að. Þær stærstu hafa stokkð frá borði en meðhjálpararnir eru ennþá í vinnu. Sumir við að redda eigin skinni en aðrir hafa ekki séð ljósið.
Búið er að éta allan mat frá áhöfninni en veiðarfæri liggja á víð og dreif. Sjóræningar hafa komið auga á flakið og renna hýru auga til skipskokksins.
Maður veltir fyrir sér hvort maður hafi val um hvar maður vilji vera. I hvernig samfélagi maður vilji taka þátt í. Gerspilltu, skuldugu og fátæku af mannlegum gildum til næstu áratuga ? eða... samfélagi sem hefur til brunns að bera gildi sem byggja á heiðarleika, fjölskyldugildum, einkaframtaki en í leiðinni samhjálp.


Þetta er land tækifæranna. Hér fæst þó ekkert ókeypis. Þú hefur tækifæri til að taka þátt í að róa þessum bát þar sem stefnan er mörkuð fyrir löngu siðan. Stefna sem Gro Harlem mótaði.. með hugsjónum sem byggðu á fjölskyldugildum. Það var þó á sama tíma og menn gerðu sér grein fyrir að skylda ríkisins var að sjá til þess að fyrirtækin hefðu aðgang að fjármagni, gætu keppt samkeppnisgrundvelli og framleiðslufyrirtæki gætu selt framleiðslu sína erlendis.
Þetta var þjóð sem ætlaði að keppa á alþjóðlegum mörkuðum og nýta til þess dugnað, útsjónarsemi og þau tæki sem gerðu fyrirtækin sérstök... fólkið.

Ætli landið okkar sé of lítið til að þar geti þrifist nútíma mannlíf. Erum við bara of fá. Er hægt að nota sömu rök á ísland og ísland sjálft notar á fámenna staði úti á landi. Þið eruð of fá til að þarna sé hægt að halda uppi mannlegri þjónustu. Þið hafið ekki efni á að byggja upp samfélag sem uppfyllir kröfur næstu kynslóða.. Ísland er gott hráefni í sumarleyfisstað. Þar er hægt að veiða fisk og skjóta hreindýr að sumarlagi en um miðjan september hefur siðasta flugvélin sig á loft. ..eins og í smábæ í Grænlandi. Samfélagið getur ekki framleitt nóg til að geta staðið undir þeirri þjónustu sem vænst er af komandi kynslóðum.

Þegar kemur að vali hvers og eins dettur manni í hug að hvert okkar er sinn eigin gæfusmiður. Við erum alltaf í eigin persónu við gatnamótin. Það er hægt að beygja til hægri vinstri eða halda beint áfram. Þitt er valið. Þú ert þinn eigin gæfusmiður. Þú getur látið slag standa... stökktu ef þú hefur þor og metnað. Framrúðan er stór... baksýnisspegillin er lítill. Framtíðin er björt þegar þú hefur val.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband