Trúnaðarskjöl Icesave á almennu farrými

Það var að kvöldi 2. september sem farþegar á almennu farrými hjá Icelandair urðu vitni að því að nokkrir af helstu samningamönnum Íslands voru á leið heim frá Kaupmannahöfn eftir stormasaman fund með fulltrúum ríkisstjórna Hollands og Bretlands. Þeir voru alvörugefnir og ekki laust við að verkefni þeirra væru sveipuð dulúð.

Þeir voru tveir félagarnir um borð, almennir farþegar, sem báru saman bækur sínar um atburði hvors annars en ekki síst höfðu þeir áhuga á að vita stöðuna á hinum ýmsu verkefnum sem þjóðin stendur frammi fyrir. Annar þeirra hafði á orði að forvitnilegt væri að vita hver viðbrögð vinaþjóða okkar, Hollendinga og Breta væru við þá nýsamþykktum lögum alþingis um Icesave málið. Þeir gerðu sér  báðir grein fyrir alvarleika málsins því eins og margir þingmenn hafa bent á hangir margt á spýtunni.

Ef ekki semst um Icesave gæti ríkisstjórnin fallið því þetta er stærsta mál sem komið hefur inná borð nokkurrar ríkissjórnar frá upphafi. Lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum verða ekki afgreidd nema samið verði um Icesave. Lán frá vinaþjóðum okkar á norðurlöndum verða ekki afgreidd. Þýðing þess að lán verði ekki afgreidd hefur áhrif á lánshæfismat ríkis og stærri fyrirtækja landsins, gengi krónunnar,  verðbólgustig, gjaldeyrishöft, líf og dauða þúsunda fyrirtækja, umsókn okkar að ESB, framtíð atvinnu þúsunda íslendinga svo fátt eitt sé nefnt. Icesave málið er dauðans alvara.

Það kom þeim því nokkuð spánskt fyrir sjónir þegar sessunautur þeirra í vélinni, Indriði nokkur Þorláksson dró fartölvu sína upp úr töskunni og byrjaði að skrifa. Beint fyrir framan augun á þeim með stóru letri og áberandi.

2. september 2009.

,,Til Fjármálaráðherra Steingríms J Sigfússonar frá Indriða H Þorlákssyni

Minnisblað um niðurstöðu viðræðna milli aðila x fyrir Íslands hönd og aðila z fyrir hönd Bretlands og Hollands."

Síðan hélt hann áfram að  skrifa í smáatriðum hverjir voru á fundinum, hvað var rætt, hver sagði hvað, hverjar voru skoðanir fulltrúa ríkjanna, s.s álit breta um að þeir myndu aldrei sætta sig við að heildarskuldin yrði ekki greidd og svo framvegis. Þeim sýndist á þessu skjali ekki vera nokkur vafi á því að fulltrúa samninganefnda Breta og Hollendinga samþykktu ekki fyrirvara alþingis!. Skjalið sem lá þarna fyrir fólki eins og dagblað á kaffihúsi voru svör Breta og Hollendinga við fyrirvörum alþingis!

Fundargerð um niðurstöðu Icesave fyrir hunda og manna fótum

Ekki er loku fyrir það skotið að upplifun þeirra hafi verið sérstök. Þeir spurðu sjálfa sig hvort eðlilegt væri að aðalsamningamaður landsins í þessari alvarlegu alþjóðadeilu skyldi sitja á almennu farrými með fartölvuna fyrir framan sig og skrifa með stóru auðlesanlegu letri og ekki gera tilaun til að skýla því hvað hann væri að gera eða hvað hann væri að skrifa um. Auðvitað mætti segja að fólk ætti ekki að vera rýna í hvað aðrir eru að lesa eða skrifa á almennu farrými, fólk ætti að líta undan en þegar maðurinn er við hliðina á þér eða fyrir framan þig í þröngri flugvél er varla annað hægt en að sjá hvað fólk er að gera, hvort sem er að lesa dagblað eða skrifa með stórum stöfum á tölvuskjá.

Það sem síðar gerðist var ekki minna athyglivert. Strax daginn eftir heyrðist í fréttum RÚV að ENGIN VIÐBRÖGÐ VÆRU ENN KOMIN VEGNA ICESAVE. Nú, hugsuðu þeir og mundu eftir að deginum áður höfðu þeir lesið orðrétt viðbrögð Hollendinga og Breta á almennu farrými Icelandair. Þeir hugsuðu með sér, getur verið að ráðherrar ríkisstjórnarinnar fari með ósannindi eða hreinlega ljúgi almenningi og þingi um niðurstöðurnar. Þeir ákváðu að bíða og sjá hve lengi sá leikur gengi.

Nánast á hverjum einasta degi, þriðja, fjórða, fimmta, sjötta, sjöunda, áttunda, níunda og tíunda er allra frétta varist, engin viðbrögð segir ríkisstjórnin.

Þann 11. september

Bíða viðbragða við Icesave-lögunum
,,Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að mjög lítið sé að frétta af viðbrögðum Breta og Hollendinga við Icesave-lögunum.  Stjórnvöld bíði frekari vísbendinga um í hvað stefni en þær hafi látið á sér standa!"
Haft var bæði eftir Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingrími J Sigfússýni fjármálaráðherra að engin viðbrögð væru enn komin fram.  Enn segir í sömu frétt: ,,Jóhanna segir brýnt að málin fari að skýrast á allra næstu dögum. Fyrirgreiðslan frá Alþjóðagjaldeyrissjóðunum bíði vegna þessa. Hún vonast til þess að svör berist fyrir næstu mánaðamót". Þetta segir Jóhanna þrátt fyrir að rúm vika sé síðan viðbrögð höfðu borist heim.!

Embættismenn í stjórnkerfinu tóku þátt í feluleiknum og lýginni. Sem dæmi segir upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins Einar Karl þann 15 september : „Ég fæ það ekki staðfest hér að formleg viðbrögð hafi borist," Þarna sýnir hann klæki og notar orðið ,,formleg viðbrögð" en fréttamaður kveikir ekki á perunni og lætur hann afskiptalausan.

Þann 16 september fer að hvisast út að einhver viðbrögð hafi borist og daginn eftir er haft eftir þingflokksformanni Samfylkingarinnar Björgvin G. Sigurðsyni sem ,,segir að í raun sé lítið sem standi útaf í samningaviðræðum við Breta og Hollendinga í Icesavemálinu"

Þann 17 september hefst umræða milli stjórnarandstöðu og stjórnarliða um að fara verði með málið sem algeran trúnað að beiðni Hollendinga og Breta. Þingmenn voru sakaðir um trúnaðarbrest og Jóhanna hótaði breyttum vinnubrögðum í framhaldinu við stjórn landsins því fólk héldi ekki trúnað vegna þessa máls. Þegar þetta var sagt voru farþegar á almennu farrými Icelandair búnir að liggja með þessar upplýsingar í meira en hálfan mánuð.

Þann 18 september sá sjálfstæðisflokkurinn ástæðu til að senda út fréttatilkynngu þar sem segir meðal annars: ,,Þegar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ber Sjálfstæðismönnum það á brýn að hafa rofið trúnað varðandi viðbrögð Breta og Hollendinga í Icesavemálinu, þá er hún trú gamla máltækinu, að betra sé að veifa röngu tré en öngvu."

Í sömu fréttatilkynningu segir einnig og haft var eftir forsætisráðherra og fjármálaráðherra ,sem tjáðu sig um málið og lýstu yfir ánægju sinni með viðbrögð breskra og hollenskra stjórnvalda."

Þann 19 september eða 17 dögum eftir að viðbrögð bárust vegna Icesave ,,Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hitti sendiherra Breta og Hollendinga í gær og ræddi áframhald Icesave-málsins."

 

Í dag þann 23 september eða 20 dögum eftir að ljóst er að svör bárust frá Bretum og Hollendingum er ekki búið að komast til botns í þessum viðræðum. Það er áhyggjuefni.

Tvennt er hinsvegar umhugsunarvert.

Eiga æðstu embættismenn ríkisins í einu alvarlegasta máli sem fjallað hefur verið um og mætti flokka sem þjóðaröryggismál að umgangast málið með þeim hætti sem Indriði H Þorláksson gerir. ?

Er það eðlilegt að forsætisráðherra, fjármálaráðherra og æðstu embættismenn þjóðarinnar ,,ljúgi" til um það til almennings og þings að engin viðbrögð séu komin í þessu alvarlega máli svo vikum skipti þegar ljóst er að það er ekki sannleikanum samkvæmt.

Svari hver fyrir sig.

Þeir sem oft eru á ferðinni vita að almennt farrými hefur merkinguna M á Boarding Pass. Gárungarnir kalla því farrýmið Monkey Class til aðgreiningar frá Saga Class. Kannski stendur Monkey Class undir nafni eftir allt saman.

ps. þeir félagar tóku bæði myndir og video af Indriða Þorlákssyni í vélinni því þeir vissu að ekki nokkur maður myndi trúa þessari frásögn. Ein myndanna er látin fylgja þessari færslu.

 

 

 


mbl.is Margt hangir á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Grétarsdóttir

Þú ert semsagt ekki að grínast með þessari færzlu ???!!!!!!

Anna Grétarsdóttir, 23.9.2009 kl. 15:56

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

haaa? ég tek undir með Önnu. Er þetta ekki grín? ég vissi nú að samningurinn yrði hafnað en að honum hafi verið hafnað strax og síðan haldið leyndum. ???

Fannar frá Rifi, 23.9.2009 kl. 16:05

3 identicon

Jahérna.

Ef það sem kemur fram í þessari færslu er satt en ekki logið, er maður eiginlega kjaftstopp.

Það kemur sossum ekki á óvart að rassarnir sem verma ráðherrastólana þessa dagana séu af sömu tegund og þeim sem þá vermdu áður.

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 16:43

4 Smámynd: Bergur Ólafsson

Komiði sæl,

Þetta er hvorki grín eða ósannindi. Svona er í pottinn búið hvort sem fólki líkar betur eða verr. 

Virðingarfyllst,

Bergur Ólafsson

Bergur Ólafsson, 23.9.2009 kl. 17:23

5 Smámynd: Svanur Guðmundsson

Hvar hafið þið verið síðustu árin. Það er ekki bara búið að ljúga að ykkur heldur líka setja ykkur á hausinn!

Það fyndna er að fyrrverandi stjórnendur Icelandair ljúga frítt á Saga Class. Sjá Viðskiptablaðið 17 sept. 2009.

Svanur Guðmundsson, 23.9.2009 kl. 17:50

6 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

maður er eiginlega orðlaus...takk fyrir að upplýsa almenning um þetta, málið er grafalvarlegt.

Birgitta Jónsdóttir, 23.9.2009 kl. 17:51

7 Smámynd: Héðinn Björnsson

Takk fyrir að deila þessu með okkur.

Héðinn Björnsson, 23.9.2009 kl. 18:54

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Svar við mitt við báðum spurningunum sem þú varpar fram er NEI!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.9.2009 kl. 19:01

9 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Takk fyrir þetta Bergur, þú ert heiðursmaður, þeas. ef þetta er satt.

Baldvin Björgvinsson, 23.9.2009 kl. 19:03

10 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Þetta eru ótrúlegar fréttir.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 23.9.2009 kl. 19:12

12 Smámynd: Ólafur Elíasson

Sæll Bergur.

Er nokkur laið að þú getir hringt í mig?

Ólafur Elíasson. meðlimur í InDefence.

S.6982004

Ólafur Elíasson, 23.9.2009 kl. 19:51

13 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Frábær pistill og þörf lesning fyrir alla sannleiks elskandi Íslendinga. Lygin og undirförulshátturinn heldur áfram. To be continued... Nýja Ísland? Held ekki!

Guðmundur St Ragnarsson, 23.9.2009 kl. 21:49

14 identicon

Þetta er ótrúlegt ef satt reynist þá á þessi blessaða ríkistjórn að segja af sér strax.

Þórður Möller (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 22:21

15 Smámynd: Gunnar

Það væri góð byrjun að Indriði myndi segja af sér...

Gunnar, 23.9.2009 kl. 22:50

16 identicon

Það er sama hvar í flokki menn standa, menn eiga ekki að höndla trúnaðarupplýsingar með þessum hætti. Það er sama hvar í flokki menn standa, menn eiga ekki að leyna upplýsingum um svo veigamikil mál sem IceSave er. Þetta er og hefur verið lenska hjá stjórnmálamönnum. Fyrir rétt tæpu ári sögðu stjórnvöld að ekkert væri að og allt í himnalagi. Skömmu síðar sögðu stjórnvöld að þetta væri ekki alvarlegt. Ögn síðar bað þáverandi forsætisráðherra guð að blessa Ísland. Hann vissi talsvert áður að það stefndi í óefni. Það er sama hvar í flokki menn standa, svo lengi sem þeir eru ráðherrar eða bestu vinir aðal þá komast menn upp með svona. Lausnin er hins vegar ekki að ríkisstjórnin segi af sér heldur að hún standi við stóru orðin að hafa hlutina upp á borðum en ekki ofan í tösku Indriða.

Hallur Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 22:52

17 Smámynd: Skeggi Skaftason

Er ekki dónaskapur að rýna í tölvuskjá hjá næsta manni í flugvél??

Síðan hélt hann áfram að  skrifa í smáatriðum hverjir voru á fundinum, hvað var rætt, hver sagði hvað, hverjar voru skoðanir fulltrúa ríkjanna, s.s álit breta um að þeir myndu aldrei sætta sig við að heildarskuldin yrði ekki greidd og svo framvegis.

Ég meina, í alvöru, sátu þeir félagar þínir með augun límd á skjá annars manns? Hvers konar hnýsni er það?  Varla var hann með 18 punkta letur á skjánum hjá sér?

Ég svona hálfpartinn efa að þeir hafi setið og getað lesið orðrétt það sem Indriði skrifaði á tölvuna hjá sér. Þeir hafa vissulega setið fyrir aftan hann og tekið myndir af honum, en viljað svo búa til smá ævintýri úr öllu saman.

það tel ég þokkalega líklegt. Þar fyrir utan getur það vel verið efnislega rétt sem fram kemur um málið og viðbrögð Breta. En þessa tölvuskjásögu kaupi ég ekki.

Skeggi Skaftason, 23.9.2009 kl. 23:11

18 identicon

Skeggi Skaftason, hvað hnýsni varðar þá er mannskepnan forvitin að eðlisfari, stórhluti fólks myndu gera nákvæmlega þetta þó það segist virða friðhelgi annarra.

Hvað leturstærð varðar eiga 18 punktar eingöngu við stærð letursins í prenti, fólk sem sér illa getur stækkað sjálft skjalið svo að letrið getur orðið ógnarstórt á skjánum, og það gera margir. 

Og einnig vill ég benda á að þetta er alvarlegt hvernig sem er, ef þetta eru ósannindi er það alvarlegt, ef þetta er satt er það alvarlegt. En þetta er ekki ótrúlegt!

Einar (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 23:38

19 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Það er virðingavert að þið hafið hugsað málið vandlega og síðan greinilega ákveðið að fara mjög varlega með þessa vitneskju sem þið sátuð á í 17 daga.  Jafnvel í blogg-færslunni hérna gefið þið raunverulega ekkert mikilvægt upp af þeim atriðum sem þið lásuð, þó það megi færa sterk rök fyrir því að svör Breta og Hollendinga eigi að birta opinberlega.  Það er greinilega hægt að treysta ykkur betur fyrir viðkvæmum upplýsingum heldur en meðlimum úr samninganefndinni.

Bjarni Kristjánsson, 24.9.2009 kl. 00:24

20 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Pulitzer verðlaun handa þér Bergur Ólafsson! Það er alveg sama hvort menn hafa lært í austur Berlín eða vestur Berlín (eins og Indriði), menn verða líka að vera hæfir til þeirra verka sem þeir eru ráðnir í. Það er Indriði ekki frekar en Svavar.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 24.9.2009 kl. 08:04

21 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Merkilegt, en kemur ekki á óvart.  Það væri gott að heyra frá fleiri farþegum sem geta staðfest þessa sögu.

Axel Þór Kolbeinsson, 24.9.2009 kl. 09:21

22 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Kristinn Örn ég er sammála þar. Það er endalaust verið að draga fjölskyldur og heimilin í landinu á asnaeyrunum. Þjóðstjórn takk og í burtu með þessa eiginhagsmuna og valda karla sem sitja og vinna fyrir ALÞINGI ÍSLENDINGA og fá greidd launin sín með okkar peningum. Þetta er TIL SKAMMAR !

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 24.9.2009 kl. 09:31

23 identicon

Mér finnst þetta frábært hjá Indriða og skil nú ekki hvað þú mastersneminn sjálfur ert að fárast út í þetta. Þetta er dæmi um mikið gegnsæi og opna stjórnsýslu.

Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 09:33

24 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Athyglisvert....en það eru 3 vikur síðan þetta gerðist. Afhverju bloggaðir þú ekki um þetta fyrr?

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.9.2009 kl. 12:06

25 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Merkileg frásögn. Þýðir þetta að maður verði að fara að fljúga reglulega með Icelandair ef maður vill fylgjast með stöðu mála hjá ríkisstjórninni og útsendurum hennar?

Að vissu leyti þykir mér gott mál að þessu hafi hér með verið uppljóstrað, en á móti kemur að þessi vinnubrögð Indriða sem hér er lýst geta varla talist sæmandi embættismanni í jafn viðkvæmu máli og þessu.

Allt bendir þetta þó til þess að öll umræða um "leynimakk stjórnvalda"  sé langt frá því að vera orðum aukin. Þó pólitísku áhersunar séu ólíkar þá er ekki að sjá neinn mun á starfsaðferðum þessarar ríkisstjórnar og þeirra sem á undan voru. Sannleikanum ítrekað sópað undir til stól til að fegra ímyndina, og viðmótið sem skín í gegn til almennings er hið sama: "Þið skiptið ekki máli fyrir okkur, ykkur kemur þetta ekki við!"

Ég legg til að ríkisstjórn Íslands verði leyst upp í núverandi mynd, kennitalan sett í gjaldþrot og fyrrverandi ráðherrum falið hlutverk skilanefndar. Svo við hin getum farið að snúa okkur að því ótrufluð að byggja hér upp nýtt og sjálfbært samfélag fullvalda einstaklinga á grundvelli sanngirnis og heiðarleika. Afskrifum ekki bara skuldirnar, heldur líka illa grundaðar fyrri ákvarðanir vanhæfra og spilltra yfirvalda, sem EKKI hafa gengið erinda þjóðarinnar og þar með brugðist skyldum sínum, ítrekað!

Guðmundur Ásgeirsson, 24.9.2009 kl. 13:57

26 identicon

Kosningar strax!

Pétur Halldórsson (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband