Stöðvast framkvæmdir í Helguvík ?

Samkvæmt frétt Centrury Aluminium má ætla að þeir hafi ákveðið að stöðva allar nýjar skuldbindingar vegna verkefnisins og lækka kostnað vegna þessa. Þýðir það að verkið stöðvast alveg, verða þeir verkáfangar sem byrjað er á kláraðir og síðan séð til með framhaldið eða ætla þeir að klára að byggja verksmiðjuna samkvæmt þeirri fjárhagsáætlun sem liggur fyrir en með lækkuðum kostnaði á einhvern hátt. Hvernig ætla þeir að lækka kostnað, fóru þeir ekki af stað með verkefnið eins hagkvæmt og mögulegt er ?

Ef þessi ákvörðun um seinkun er raunveruleg er líklegt að það hafi áhrif á allar hliðarframkvæmdir s.s öflun raforku og fjárfestingu í orkumannvirkjum. Það liggur ekki eins mikið á að leggja nýja háspennulínu í gegnum öll sveitarfélögin á leiðinni. kannski verður töfin það löng að lagning rafmagns verður orðin hagkvæm neðanjarðar.

Það vakna ýmsar spurningar vegna þessara ummæla stjórnenda fyrirtækisins sem þeir verða að útskýra til að eyða óvissu hjá hundruðum manna er koma að verkinu.

Þetta stendur í tilkynningu þeirra: ,,...we have ceased making any new capital commitments and are reducing project spending"

 


mbl.is Fer yfir áform um Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband